VALKYRJAN 2022 -

AFLÝST VEGNA COVID

Þessi magnaða ópera er eitt af helstu meistaraverkum tónlistar á 19. öld og Valkyrjureiðin fræga er flestum kunn. Nú hljómar Valkyrjan í fyrsta sinn í heild á Íslandi og þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2002 sem ópera Wagners er sýnd hér í fullri lengd. Sópransöngkonan Christine Goerke fer með hlutverk Brynhildar, en hún hefur meðal annars sungið hlutverkið við Metropolitan-óperuna. Ólafur Kjartan Sigurðarson fer með hlutverk Wotans, og glæsilegur hópur íslenskra söngkvenna fer með hlutverk valkyrjanna. 

Hljómsveitinni stjórnar Eva Ollikainen, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Leikstjórinn, Julia Burbach, er fastráðin við Covent Garden í Lundúnum; vídeólistamaðurinn Tal Rosner hefur meðal annars unnið til BAFTA-verðlauna fyrir list sína, en hann hefur m.a. starfað við National Theatre í Lundúnum og Lincoln Center í New York.

Valkyrjan er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar og Listahátíðar í Reykjavík í samvinnu við Opéra National de Bordeaux.

 

Hljómsveitarstjóri: Eva Ollikainen


Leikstjóri: 
Julia Burbach og Tal Rosner
Myndbandshönnuður: 
Tal Rosner
Búningahönnuður: 
Clémence Pernaud

Hlutverk:
Iréne Theorin Brünnhilde
Christopher Ventris Siegmund
Jamie Barton Fricka
Claire Rutter Sieglinde
Ólafur Kjartan Sigurðarson Wotan
Kristinn Sigmundsson Hunding
Lilja Guðmundsdóttir Helmwige
Sigrún Pálmadóttir Gerhilde
Margrét Hrafnsdóttir Ortlinde
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir Waltraute
Agnes Thorsteins Siegrune
Guja Sandholt Roβweiβe
Hildigunnur Einarsdóttir Grimgerde
Svanhildur Rósa Pálmadóttir Schwertleite