SÖNGKONA
LISTRÆNN STJÓRNANDI ÓPERUDAGA

38600403_1783378695085383_5642107548149481472_n.jpg
 
 

Ástríðan

Syngja. Miðla sönglist og menningu út um allt, upp og niður, út og suður, teygja í sundur og toga.

Vera í náttúrunni. Skapa samfélag. Hugleiða.

Tengja saman fólk og málefni, kynnast, borða kanilsnúð. Læra, kenna og miðla, hlæja, fíflast, gleðjast. tárast.

- Já og þrýtsta á að kór atvinnusöngvara verði stofnaður á Íslandi.

Guja Sandholt tókst á við fjölbreytt verkefni hér heima og erlendis á liðnu ári (2019) og sýndi eftirtektarverða dramatíska breidd. Á Óperudögum tók hún m.a. þátt í flutningi verka Davids Lang, ​The Little Match Girl Passion​ og ​Death Speaks​, og hún vann listrænan sigur með flutningi sínum á öróperunni ​King Harald’s Saga​ eftir Judith Weir á Reykholtshátíð.“

- Rökstuðningur dómnefndar Íslensku tónlistarverðlaunanna vegna tilnefningar 2019

Guja söng líka af aðdáunarverðum krafti og tæknilegu öryggi nokkur lög eftir Jórunni Viðar. Síðasta lagið, Vökuró, sem Björk Guðmundsdóttir gerði heimsfrægt, var einkar hrífandi í meðförum Guju. Það var innilegt, brothætt og angurvært; yfir því var draumkennd, nostalgísk stemning sem var afar sannfærandi.“

- Jónas Sen

„Tónlistarviðburður ársins úr flokki hátíða eru Óperudagar í Reykjavík en með fádæma framtakssemi og sterkri listrænni sýn hafa stjórnendur Óperudaga sýnt fram á nýja möguleika og hinar fjölbreyttustu birtingarmyndir óperuformsins, auk þess að fara nýstárlegar leiðir í að ná til og heilla áhorfendur.“

- Rökstuðningur dómnefndar Íslensku tónlistarverðlaunanna vegna tilnefningar 2018