Söngljóðasúpa er tónleikaröð, samstarfsverkefni MATR, Óperudaga og Norræna hússins. Hún var haldin í fyrsta sinn sumarið 2020 og var styrkt af Sumarborginni, verkefni á vegum Reykjavíkurborgar. Þjóðþekktir tónlistarmenn fluttu ljúfa tónlist í notalegu andrúmslofti og gestum var boðið upp á ljúffenga súpu fyrir tónleikana eftir kenjum kokksins Árna Ólafs. Stefnt er að því að halda verkefninu áfram nú í sumar.