Súkkulaðikökuóperan
Bon appétit!
Sjónvarpskokkurinn frægi, Julia Child, kennir áhorfendum að baka franska súkkulaðiköku í þessari 20 mínútna öróperu, gómsætustu óperu tónlistarsögunnar! Að lokum fá áheyrendur að sjálfsögðu að smakka á afrakstrinum.
Bon appétit! er eftir bandaríska tónskáldið Lee Hoiby en verkið er eins og sena úr sjónvarpsþáttunum sem Julia Child varð heimsfræg fyrir á 7. áratug síðustu aldar.
Hægt er að panta flutning á óperunni við ýmis tækifæri, til dæmis á árshátíðina, í skóla, og afmæli.