HOLLENSKI ÚTVARPSKÓRINN

 

GOK

Guja hefur sungið 1. alt með Hollenska útvarpskórnum, Groot Omroepkoor, frá árinu 2015, fyrst sem sjálfstætt starfandi verktaki en sem fastur meðlimur frá 1. febrúar 2018. Hollenski útvarpskórinn var stofnaður árið 1945, rétt eftir síðustu heimsstyrjöldina. Hann er einn þekktasti atvinnumannakór heims en í honum syngja um 60 fastir meðlimir. Hann kemur reglulega fram í helstu tónleikasölum Hollands og víðar. Aðalstjórnandi kórsins er Benjamin Goodson. Kórinn hefur aðsetur í SOM-tónlistarmiðstöðinni í Hilversum í Hollandi, ásamt Hollensku útvarpshljómsveitinni.