FIDELIO

sous vide

Á Óperudögum 2020 var ætlunin að setja upp Fidelio eftir Beethoven í styttri uppfærslu. Vegna heimsfaraldursins var það ekki hægt en listafólkið sem að sýningunni stendur, notaði þó tímann vel til að æfa sýninguna í nokkrum æfingatörnum. Æfingaferlið er því mjög langt komið og aðeins lokaæfingar eftir og þess vegna bíða allir spenntir eftir að koma verkinu á svið.

Uppfærsla Óperudaga er nokkuð stytt og notast er við útsetningu fyrir sjö manna hljómsveit eftir bandaríska tónskáldið Daniel Schlosberg.

Þátttakendur eru:

Hljómsveitarstjóri: Gísli Jóhann Grétarsson

Leikstjóri: Bjarni Thor Kristinsson

Píanóleikari á æfingum: Hrönn Þráinsdóttir

Hönnuður: Friðþjófur Þorsteinsson

Florestan: Stuart Skelton/Egill Árni Pálsson

Fidelio/Leonore: Guja Sandholt

Rocco: Bjarni Thor Kristinsson

Don Pizarro: Oddur Arnþór Jónsson

Marzelline: Herdís Anna Jónasdóttir

Jaquino: Gissur Páll Gissurarson

Stefnt er á sýningar í Norðurljósasal Hörpu sumarið 2021 og tónleikaferðalag til Eistlands í haust.

Uppfærslan er styrkt af Launasjóði listamanna, Tónlistarsjóði og Styrktarsjóði Ruthar Hermanns.

 
 
20210116_115558.jpg